Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

316. fundur 13. febrúar 2020 kl. 08:30 - 09:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Erindið og bókun eru rituð í trúnaðarmálabók.
Fært í trúnaðarmálabók.

2.Viðauki fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 202002041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 vegna óskar Eyþings um viðbótarframlag til reksturs á árinu vegna sérstakra aðstæðna. Fjárhæð viðaukans er 1.478.785 krónur og er gert ráð fyrir að hækkun fjárheimilda til málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.478.785 króna viðbótarframlagi til málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Starfshópur um efnahagsþróun á norðurslóðum

Málsnúmer 202002030Vakta málsnúmer

Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um efnahagsþróun á norðurslóðum. Starfshópurinn vill gera hagsmunaaðilum kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og er með þessu bréfi óskað eftir greinargerð um eftirfarandi:

- Mat á helstu tækifærum fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf á norðurslóðum, sem og
þeim áskorunum sem bregðast þarf við.
- Er talið mikilvægt að gripa til sérstakra aðgerða til að tryggja efnahagslega og
atvinnutengda hagsmuni á norðurslóðum og þá hverra? Er t.d. þörf á samningagerð um
einstök málefni eða eru hindranir til staðar sem stjórnvöld gætu stuðlað að því að afnema?
- Önnur atriði sem hagsmunaaðilar vilja vekja athygli á.

Óskað er eftir því að greinargerðin berist starfshópnum fyrir 20. febrúar nk.
Byggðarráð telur sér ekki fært að veita umsögn um jafn viðamikið mál og um ræðir innan þess tímafrests sem gefinn er. Byggðarráð óskar eftir því við forsvarsmenn Akureyrarbæjar að eiga formlegt samtal um norðurslóðamál og samstarf um þau á svæðinu.

4.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá 878. fundi stjórnar sambandsins.
Umræður urðu um liði 30, 34 og 46.

Lagt fram til kynningar.

Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:50.

5.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2020

Málsnúmer 202002023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá stjórnarfundi Markaðsstofu Norðurlands frá 22. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.