Fara í efni

Fyrirspurnir varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta.

Málsnúmer 202002124

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 320. fundur - 12.03.2020

Fyrir byggðarráði liggur fyrirspurn varðandi stefnu Norðurþings um fyrirkomulag á byggðakvóta í sveitarfélaginu frá Hirti Skúlasyni.

1.Var ákvörðun um þessa stefnu sveitarfélagsins tekin á sveitarstjórnarfundi,byggðaráðsfundi eða hjá einhverju öðru ráði? Ef svo,hvenær var það gert?
2.Er þessi stefna í samstarfsamningi sveitarstjórnarmeirihlutans?
3.Var haft samráð við hverfisráðin í Norðurþingi áður en þessi stefna var samþykkt?
4.Hver eru rökin fyrir því að afnema löndun í byggðarlagi? Hver er ávinningur af því og hver myndi njóta þess ávinnings?
5.Var metið hvaða neikvæðu áhrif þetta gæti haft á þau byggðarlög sem fá úthlutað byggðakvóta? Ef svo var, hver voru þau áhrif metin?

Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun almenns byggðakvóta. Eitt af markmiðum laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er að treysta atvinnu og byggð í landinu öllu. Ákvæði um byggðakvóta voru á sínum tíma sett m.a. með hliðsjón af því markmiði. Almennum byggðakvóta er úthlutað á sveitarfélög og eftir atvikum til byggðalaga innan sveitarfélaga. Sú er raunin í Norðurþingi. Til að áhrif byggðafestu verði sem mest er mjög mikilvægt að afla sé landað innan sveitarfélagsins og unninn þar í þeim mæli sem unnt er. Með þeim hætti munu fleiri njóta jákvæðra áhrifa af þeim byggðakvóta sem kemur til sveitarfélagsins þ.e. sjómenn og starfsmenn landvinnslu. Ekki verður um það deilt að heildar verðmætasköpun kvótans eykst. Sömu reglur hafa gilt um sérreglur Norðurþings um áratug.

Svör við spurningunum eru sem hér segir:

1. Almennt hefur ekki verið ágreiningur hjá sveitarstjórn Norðurþings um sérreglur sveitarfélagsins varðandi úthlutun byggðakvóta. Reglurnar hafa verið í gildi frá árinu 2010 óbreyttar.
2. Nei.
3. Nei, hverfisráðin voru ekki til staðar þegar reglurnar voru settar. Sjálfsagt og eðlilegt er að hverfisráðin hafi skoðun á sérreglum Norðurþings um úthlutun almenns byggðakvóta.
4. Ávinningurinn er fyrst og fremst sá að útgerðaraðila er gefið færi á að landa innan sveitarfélags þar sem er hentugast fyrir hann. Tekjur hafnarsjóðs Norðurþings verða þær sömu og eins og fram hefur komið skal aflinn unnin innan sveitarfélagsins þar sem vinnsla er. Á yfirstandandi fiskveiðiári var almennum byggðakvóta úhlutað annars vegar á Raufarhöfn og hins vegar á Kópaskeri.
5. Nei, talið er að neikvæð áhrif séu lítil sem engin og ekki hefur verið talið tilefni til að meta þau sérstaklega.