Fara í efni

Umræða um heimsfaraldur, Covid-19 - viðbrögð sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202003055

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020

Aðgerðarhópur til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Undirrituð leggja til að stofnaður verði aðgerðarhópur á vegum Norðurþings til að fást við þau efnahagslegu úrlausnarefni sem upp koma í kjölfarið á Covid-19 veirunni. Hlutverk hópsins er að vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórn Norðurþings er varðar; lögbundna starfsemi sveitarfélagsins, framkvæmdir á vegum þess og rekstur sem og er varðar fjárhagsleg áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Aðgerðarhópurinn skal taka til starfa nú þegar.


Greinargerð
Aðgerðarhópnum er ætlað að skila frá sér tillögum um eftirfarandi atriði.
Möguleiki sveitarfélagsins til lækkunar gjalda, frestun greiðslna auk annarra þátta sem geta létt undir með fjölskyldum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.

Dæmi
Fasteignagjöld
Hafnargjöld

Framkvæmdaáætlun
Fara yfir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 og leggja fram tillögur sem geta styrkt rekstrarstöðu fyrirtækja í sveitarfélaginu í meira mæli en núverandi áætun gerir.
Kanna möguleikann á fjármögnun á nýjum verkefnum sem yrðu atvinnuskapandi á næstu mánuðum.

Rekstrarkostnaður
Leita leiða til að lækka rekstrarkostnað sveitarfélagsins og nýta í frekari framkvæmdir.

Almennt
Eiga samráð við félag atvinnurekenda og stéttarfélög. Aðgerðarhópurinn skal skila inn tillögum eigi síðar en 2. apríl nk.

Að lokum
Tillagan nær aðeins til efnahagslegra þátta. Það er mikilvægt að hlúa að félagslegum þáttum enda fyrirséð að sveitarfélagið þurfi að endurskoða forgangsröðun fjármuna og verja grunnþjónustuna. Nú gildir að sveitarstjórn standa saman og lýsa fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar sig reiðubúna til að draga vagninn sem sveitarfélagið þarf að gera.

Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að mál 1 og 2 yrðu tekin saman til umræðu.

Til máls tóku : Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Þar sem aðgerðarhópur vegna Covid-19 veirunnar hefur skilað inn þeim tillögum sem ætlast var til af honum leggur undirrituð til að hann verðir lagður niður og Byggðaráð taki við þeim verkefnum sem fram undan eru. Um leið þakka ég þeirra góðu og þörfu vinnu á óvissu tímum.

Kolbrún Ada fulltrúi V-lista
Til máls tóku: Hjálmar, Bergur, Kolbrún Ada, Hrund og Kristján Þór.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Birnu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs og Silju.
Hjálmar og Kristján Friðrik greiddu atkvæði á móti.
Bergur, Helena og Hrund sátu hjá.