Fara í efni

17. júní hátíðarhöld á Húsavík og afmælishátíð Húsavíkur

Málsnúmer 202003072

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðu um 17. júní hátíðarhöld á Húsavík og afmælishátíð Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa starfshóp til að vinna að málinu áfram.
Ásamt fjölmenningarfulltrúa munu Bylgja Steingrímsdóttir og Heiðbjört Ólafsdóttir skipa starfshópinn.

Fjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020

Á 103. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 19. maí var samþykkt að fjölskylduráð myndi útfæra stutta dagskrá í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Fjölskylduráð felur 17. júní starfshópnum að útfæra stutta dagskrá í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Dagskráin verður tekin upp og send út á vef Norðurþings. Dagskráin verður auglýst á vef Norðurþings og Skránni.