Fara í efni

Viðbrögð OH vegna COVID-19

Málsnúmer 202004016

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 204. fundur - 08.04.2020

Í kjölfar COVID-19 faraldursins og þeirra áhrifa sem hann mun að líkindum hafa á lausafjárstöðu fjölmargra heimila og fyrirtækja á veitusvæði Orkuveitu Húsavíkur ohf., hafa verið lögð fram drög að aðgerðum sem mögulegt er að grípa til svo koma megi til móts við þá viðskiptavini sem þess óska í því ástandi sem nú ríkir.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH varðandi þær aðgerðir sem lagðar eru til.
Við þær aðstæður sem nú eru upp í samfélaginu vegna Covid-19 veirunnar er ljóst að efnahagsleg áhrif verða mikil. Búast má við að fjölmargir aðilar geti lent í lausafjárvandræðum sem geti haft þau áhrif að þeir muni eiga í erfiðleikum með greiðslu orkureikninga. Fjármálastofnanir hafa þegar gefið út að þær muni koma á móts við viðskiptavini sína og gera þeim kleift að frysta/fresta greiðslum vegna lána í allt að þrjá mánuði. Hvert tilvik yrði þó skoðað og metið.

Öll úrræði miða að því að hjálpa aðilum í gegnum erfiðasta hjallann en tryggja samninga um greiðslur síðar.
Sérstaklega þarf þó að skoða þá aðila sem eru með uppsöfnuð vanskil og eru metin með mikla vanskilaáhættu.

Lagt er til að ekki verði veittir afslættir heldur verði komið á móts við fyrirtæki og almenning á meðan lausafjárskortur er til staðar. Það er ljóst að afskriftaráhætta eykst en hún mun þó að verulegu leyti þegar til staðar en með því að hjálpa aðilum í gegnum erfiðasta hjallann muni sú áhætta verða lágmörkuð, auk þess sem beinlínis skynsamlegt er að skilgreina verklag þar sem fram kemur hvernig komið verði til móts við aðila.

Fyrirtæki og einstaklingar í skilum (viðmið 31.12.2019)
o Unnt verði að sækja um frest (frystingu) á greiðslum vegna reikninga með gjalddaga í apríl, maí og júní, að hluta eða öllu leyti. Unnt verði að semja um greiðsludreifingu þeirra til 6-12 mánaða með fyrsta gjalddaga í byrjun júlí 2020. Almennir samningsvextir verði á þeim samningum.

Fyrirtæki og einstaklingar í vanskilum
o Unnt verði að óska eftir framlengingu gildandi greiðslusamninga vegna eldri vanskila (bæði nýir og eldri samningar) með frystingu greiðslna til júlí 2020. Greiðslum verði dreift til allt að 12 mánaða. Almennir samningsvextir verði á þeim samningum.
o Frestun nýrra reikninga verði metin í hverju tilfelli fyrir sig m.t.t. áhættumats. Stærri mál koma fyrir stjórn OH til yfirferðar og ákvörðunar.