Fara í efni

Ósk um lóðarstofnun úr óskiptu landi jarðanna Ærlækjarsel 1 og 2

Málsnúmer 202006077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Landeigendur að Ærlækjarseli 1 og 2 óska eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar úr óskiptu landi jarðanna tveggja. Lóðin er 1.000 m² eins og fram kemur á hnitsettu lóðarblaði sem fylgir umsókn. Lóðin hefur ekki verið fullnægjandi skilgreind áður, en er skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár undir heitinu "Ærlækjarsel 1 lóð" sem hefur landnúmerið 178.029. Á lóðinni stendur dæluhús F2233347. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Ærlækjarsel HÖ1.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Ærlækjarsel HÖ1.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á 71. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Ærlækjarsel HÖ1.
Byggðarráð samþykkir afmörkun lóðar og útskipti hennar úr jörðinni Ærlækjarseli 1 og 2 og heiti lóðarinnar, Ærlækjarsel HÖ1.