Fara í efni

Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun lóðarinnar Núpur lóð

Málsnúmer 202006078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Björg Guðmundsdóttir og Jón Ingimundarson óska eftir samþykki fyrir breyttri afmörkun lóðar undir fiskeldi í Núpsmýri. Lóðin er í fasteignaskrá skráð sem "Núpur lóð" og hefur landnúmerið 154.196. Þinglýst lóð er 20.000 m² en stækkar í 83.870 m². Ennfremur er þess óskað að sveitarfélagið samþykki útskipti lóðarinnar úr jörðinni. Loks er þess óskað að lóðin fái heitið "Núpsmýri". Fyrir liggur hnitsett lóðarblað af fyrirhugaðri afmörkun lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni Núpi. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Núpsmýri.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á 71. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni Núpi. Ennfremur samþykkir ráðið lóðarheitið Núpsmýri.
Byggðarráð samþykkir afmörkun lóðar og útskipti hennar úr jörðinni Núpi og heiti lóðarinnar, Núpsmýri.