Fara í efni

Umsókn um breytingu á aðveitustöð Rarik á Húsavík

Málsnúmer 202006085

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á aðveitustöð RARIK við Þeistareykjaveg. Breytingar fela í sér uppbyggingu uppstólaðs þaks auk einangrunar og klæðningar útveggja. Klæðningar á þaki og veggjum verða úr lituðu áli. Gluggar og hurðir verða endurnýjuð við framkvæmdirnar. Fyrir liggja teikningar unnar af Teiknistofu Arkitekta.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.