Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Skipulags- og byggingarmál/fjárfestingar

Málsnúmer 202006094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Á 70. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var samþykkt að styrkja framkvæmd við Hafnarstétt 7 - Naust um 10 milljónir króna. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til samþykktar viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna þess.
Í viðaukanum er gert ráð fyrir að 10 milljónir króna verði fluttar af fjárfestingaáætlun ársins 2020 yfir á rekstur málaflokks 09 - skipulags- og byggingarmál.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir viðaukann.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2020 sem samþykktur var í skipulags- og framkvæmdaráði vegna flutnings á 10 milljónum króna af framkvæmda-/fjárfestingaáætlun ársins yfir á rekstur málaflokks 09 vegna styrks til framkvæmda við Hafnarstétt 7 - Naust.
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessu máli.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka sem felur í sér tilfærslu á 10 milljónum króna af framkvæmdaáætlun 2020 á rekstur málaflokks 09 - Skipulags- og byggingarmál.