Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu að Hveravöllum

Málsnúmer 202006099

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Ragnar Hermannsson, f.h. Garðræktarfélags Reykhverfinga, óskar byggingarleyfis fyrir geymsluskemmu á starfssvæði fyrirtækisins að Hveravöllum í Reykjahverfi. Grunnflötur skemmunnar er 480 m² og þar að auki er reiknað með 185 m² millilofti. Húsið yrði klætt PIR samlokueiningum, bæði veggir og þak. Fyrir liggja teikningar unnar af Ragnari.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða uppbyggingu og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
Ráðið áréttar að tímabært sé að vinna deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur.