Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Héðinsbraut 4

Málsnúmer 202008052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 75. fundur - 18.08.2020

Karl Óskar Geirsson óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um viðbyggingu við eign hans að Héðinsbraut 4 á Húsavík. Meðfylgjandi fyrirspurninni er rissmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu, byggingarlýsing og skriflegt samþykki meðeigenda á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða viðbyggingu. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið lóðarhöfum Héðinsbrautar 2, þegar fullnægjandi gögn eru tilbúin.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Karl Óskar Geirsson óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við Héðinsbraut 4. Fyrir liggur teikning unnin af Knúti Jónassyni byggingarfræðingi hjá Faglausn. Fyrirhuguð bygging er 65,3 m² að flatarmáli og 220 m3 að rúmmáli. Fyrir liggur skriflegt samþykki annara aðila að lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti erindið lóðarhöfum að Héðinsbraut 2 og hafa þeir komið sjónarmiðum á framfæri. M.v. fyrirliggjandi gögn má ætla að á fyrirhuguðum byggingarstað séu niðurgrafnir eldsneytistankar sem settir voru niður með leyfi fyrrverandi lóðarhafa og bæjaryfirvalda árið 1992.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki í stöðu til að samþykkja byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni í ljósi þess að fyrir eru tankar innan lóðar sem settir voru niður með samþykki þáverandi lóðarhafa og sveitarfélagsins.