Fara í efni

Umsókn um breytingar á gangstétt vegna aðkomu að bílaplani

Málsnúmer 202008116

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020

Fyrir liggur erindi frá íbúum í Laugarbrekku 18 á Húsavík varðandi mögulegar breytingar á gangstétt sveitarfélagsins fyrir framan húsið vegna ástæðna sem raktar eru í erindinu. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari útfærslu á efnisgerð, lokafrágangi og fyrirhuguðum halla gangstéttar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Fyrir liggur erindi frá íbúum í Laugarbrekku 18 á Húsavík varðandi mögulegar breytingar á gangstétt sveitarfélagsins fyrir framan húsið vegna ástæðna sem raktar eru í erindinu. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins. Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði erindinu og óskaði eftir frekari útfærslu á efnisgerð, lokafrágangi og fyrirhuguðum halla gangstéttar. Þau gögn hafa nú borist.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið byggt á þeim gögnum sem fyrir liggja á fundinum og verkinu verði lokið skv. þeim. Verði verkið ekki í samræmi við teikningar í verklok mun sveitarfélagið ljúka verkinu á kostnað eigenda verksins.