Fara í efni

Fyrirspurn um leigu á landi til beitar fyrir Saltvík ehf.

Málsnúmer 202009046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Saltvík ehf. óskar eftir landi til leigu á Bakkahöfða til haust- og vetrarbeitar. Fyrir liggja drög að samningi og teikning af svæðinu sem um ræðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á útleigu á landinu á grundvelli almennra skilmála, en þó með eftirfarandi sérákvæðum:

1. Útbúa þarf aðgengileg hlið á girðingar til að tryggja almennan umferðarrétt um útivistarsvæði á Bakkahöfða og í Héðinsvík.
2. Í ljósi þess að umrætt svæði er byggingarsvæði skv. gildandi skipulagi telur ráðið að gagnkvæmur uppsagnarfrestur vegna landafnotanna skuli ekki vera lengri en 3 mánuðir.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að ganga frá samningi við leigutaka á þessum grunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samkomulagi við Saltvík ehf. vegna leigu á beitarhólfum á Bakkahöfða.
Lagt fram til kynningar.