Fara í efni

Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202010089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 342. fundur - 15.10.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Fyrir byggðarráði liggur að leggja til við SSNE hugmyndir að verkefnum til að sækja um styrk til framkvæmda.
Byggðarráð Norðurþings óskar eftir því við SSNE að sótt verði um í C1 vegna verkefnisins „Hraðið“. Verkefnið byggir á verkefninu Þróun og þekking sem nú þegar er áhersluverkefni SSNE. Verkefnið fellur að ýmsum markmiðum byggðaáætlunar 2018-2024, sérstaklega að A.3 um rannsóknavirkni, vísindastarfsemi og nýsköpun á landsbyggðinni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.