Fara í efni

Yfirtaka skúrbyggingar á Röndinni

Málsnúmer 202010106

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Við stofnun lóðar undir fiskeldi á Röndinni skv. gildandi deiliskipulagi kom í ljós að lóðin skaraðist að talsverðu leiti við eldri þinglýsta lóð á svæðinu. Samningur um þá lóð er tæknilega úr gildi fallinn, en engu að síður stendur á þeirri lóð skúrbygging sem hindrar að lóðin verði einhliða felld niður úr fasteignaskrá. Þinglýstir eigendur skúrsins eru reiðubúnir að afsala sér eignarhaldi yfir skúrnum til Norðurþings enda nái Norðurþing samkomulagi við þann aðila sem nú nýtir skúrinn. Til kynningar eru tillaga að afsali skúrsins til Norðurþings og tillaga að samningi við núverandi notanda hússins til næstu ára. Að fengnu afsali fyrir skúrnum er ætlunin að aflýsa eldri lóðarsamningi svo unnt sé að stofna nýju lóðina og gera um hana lóðarsamning vegna uppbyggingar nýrrar fiskeldisstöðvar.
Til máls tóku: Bergur og Kristján.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að taka við afsali af umræddri eign sem og er samkomulag um afnot eignarinnar samþykkt með áorðnum breytingum.