Fara í efni

Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislöggjafar.

Málsnúmer 202103017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Borist hefur bréf frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru ný lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafn stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Byggðarráð vísar bréfinu til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu þar sem tilkynnt er um tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum sem samþykkt voru í desember 2020.
Lagt fram til kynningar.