Fjölskylduráð

86. fundur 22. mars 2021 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Fanney Hreinsdóttir Deildarstjóri í félagslegri heimaþjónustu sat fundinn undir lið 1 - 5 fyrir hönd félagsmálstjóra.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 6 - 13.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat undir fundinn undir lið 14.

1.Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislöggjafar.

202103017

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu þar sem tilkynnt er um tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum sem samþykkt voru í desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

2.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar, lög og frumvörp 2021

202102146

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0941.html
Lagt fram til kynningar.

3.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna Covid-19

202103141

Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna 2021 umfram hefðbundið starf.

Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021 fyrir félög eldri borgara í Norðurþingi.

4.Fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Húsavík varðandi félagsstarf

202103139

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Húsavík varðandi félagsstarf.

Stjórn félags eldri borgara á Húsavík ítrekar vilja sinn til að koma í gang Lýðheilsu verkefni Janusar og kallar eftir svari frá Norðurþingi þess efnis.

Það lýðheilsuverkefni Janusar sem kynnt var á sínum tíma er því miður það stórt í sniðum hvað varðar aðstöðu og tæki að ekki er unnt að hefja það verkefni hér í sveitarfélaginu.
Ráðið felur félagsmálastjóra að eiga samtal við forsvarsmenn verkefnisins um hvort hægt sé að útfæra verkefnið í smækkaðri mynd og leggja niðurstöðu þess samtals fyrir ráðið í maí.

Ýmislegt er í boði sem eflir lýðheilsu eldri borgara á Húsavík, s.s.:

Í Hlyn hefur félögum eldri borgara staðið til boða Yoga tímar einu sinni í viku og skipulagðir göngutúrar eru hluti af dagskrá félagsins.
Sund Zumba námskeið hefur einnig staðið til boða.
Sjúkraþjálfun Húsavíkur hefur staðið fyrir leikfimi fyrir eldri borgara.
Þau heimili sem njóta félagslegrar heimaþjónustu stendur til boða hreyfitími einu sinni í viku á Hvammi undir leiðsögn sjúrkraþjálfara.
Boccia er einnig í boði fyrir eldri borgara.

5.Áskorun frá FEBR um að sótt verði um styrk til félagsmálaráðuneytisins vegna aukin félagsstarfs fullorðinna vegna Covid-19

202103142

Fyrir fjölskylduráði liggur áskorun frá félagi eldri borgara á Raufarhöfn um að Norðurþing sækji um styrk til félagsmálaráðuneytins vegna aukins félagsstarfs fullorðina á árinu 2021 þar sem lítið var um félagsstarf á árinu 2020 vegna Covid-19.
Fjölskylduráð hefur falið félagsmálastjóra að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna 2021 sbr. bókun undir lið 3 í þessari fundargerð.
Fái Norðurþing fjárframlag verður því deilt hlutfallslega á milli félaga eldri borgara í sveitarfélaginu m.t.t. fjölda félagsmanna.

6.Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum Covid-19

202103108

Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu 2021 umfram hefðbundið starf.

Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu 2021.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

202103037

Kirkjukór Húsavíkur sækir um styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings fyrir starfsemi kórsins árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Kirkjukór Húsavíkur um 50.000 kr. úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings.

Eiður Pétursson vék af fundi undir þessum lið.

8.söngkeppni framhaldskólanna 2021

202103152

Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar eftir því að halda söngkeppni framhaldskólanna í íþróttahöllinni í apríl næstkomandi.
Óskað er eftir afnotum af höllinni án endurgjalds dagana 13 - 18 apríl.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra framhaldskólanema afnot að íþróttahöllinni án endurgjalds dagana 13. - 18. apríl.

Ráðið fagnar að verkefninu sé fundinn staður hér á Húsavík.

9.Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík

202103010

Íþróttafélagið Völsungur hefur óskað eftir því að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík. Fyrir fjölskylduráði liggja drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs.

Málinu var áður á dagskrá 85. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs vegna tjaldsvæðisins á Húsavík og vísar þeim til byggðarráðs.

Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

10.Samningur Norðurþings og hestamannafélagsins Grana 2021 -

202010214

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningsdrög samstarfs og styrktarsamnings á milli Norðurþings og Hestamannafélagsins Grana.
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrögin og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við Hestamannafélagið Grana.

11.Samningur Norðurþings og GH 2021-

202010212

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir nýjum samstarfs og styrktarsamning við Norðurþing. Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa Aldey Unnar Traustadóttur og Benóný Val Jakobsson í samningshóp ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa. Hópurinn skal vinna að samningi við GH og leggja fyrir ráðið.

Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

12.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021

202010024

Norðurþing sótti um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna hönnunarvinnu við skíðasvæðið við Reyðarárhnjúk. Umsóknin hlaut ekki nógu mörg stig til að fá styrk úr sjóðnum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur þegar óskað eftir frekari rökstuðningi á afgreiðslu málsins hjá ferðamálastofu.
Lagt fram til kynningar.

13.Ungmennráð Norðurþings 2021

202103138

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur fengið tilnefningar frá öllum aðilum sem eiga sæti í ungmennaráði samkvæmt erindisbréfi ráðsins.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins þar sem enn vantar fulltrúa ungmenna af vinnumarkaði.

14.Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla - Endurskoðun

202102155

Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla eru lagðar fram til endurskoðunar. Málinu var frestað á 85. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð hefur endurskoðað viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur og samþykkir þær óbreyttar.

Fundi slitið - kl. 15:15.