Fara í efni

söngkeppni framhaldskólanna 2021

Málsnúmer 202103152

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021

Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar eftir því að halda söngkeppni framhaldskólanna í íþróttahöllinni í apríl næstkomandi.
Óskað er eftir afnotum af höllinni án endurgjalds dagana 13 - 18 apríl.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra framhaldskólanema afnot að íþróttahöllinni án endurgjalds dagana 13. - 18. apríl.

Ráðið fagnar að verkefninu sé fundinn staður hér á Húsavík.

Fjölskylduráð - 88. fundur - 12.04.2021

Vegna hertra samkomutakmarkanna hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að aflýsa söngkeppni framhaldsskólanna sem var fyrirhugað að halda í íþróttahöllinni á Húsavík.
Sambandið vill koma á framfæri þökkum fyrir velvilja Norðurþings í garð verkefnisins.

Málið var áður á dagskrá 86.fundar fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð skilur þá afstöðu Sambands íslenskra framhaldsskólanema að hætta við keppnina og vonast til að eiga samtal við sambandið að ári liðnu.