Fara í efni

Endurnýjun samnings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202103114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Samningur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Norðurþings um rekstur bókasafna sveitarfélagsins rennur út um næstu áramót og hefur Menningarmiðstöðin óskað eftir endurskoðun samningsins m.t.t. endurnýjunar hans frá og með næstu áramótum.
Frestað til næsta fundar.

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Samningur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Norðurþings um rekstur bókasafna sveitarfélagsins rennur út um næstu áramót og hefur Menningarmiðstöðin óskað eftir endurskoðun samningsins m.t.t. endurnýjunar hans frá og með næstu áramótum.
Erindinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram vinnu við framlengingu á samningi um rekstur bókasafna Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 363. fundur - 27.05.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að húsaleigusamningi við Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna bókasafnsins á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að staðfesta forsendur leigufjárhæðar og ganga frá samningnum að því loknu.