Fara í efni

Tvö erindi frá Könnunarsögusafninu vegna Eurovision sýningar og Óskarsverðlauna

Málsnúmer 202103164

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Borist hafa tvö erindi frá Könnunarsögusafninu, annars vegar ósk um stuðning við Eurovision sýningu á vegum safnsins og hins vegar ósk um stuðning við verkefnið "Óskars-herferð".
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið "Óskars-herferð" um eina og hálfa milljón.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á styrkbeiðni vegna Eurovision sýningar.
Byggðarráð óskar eftir að lögð verði fram rekstraráætlun vegna Eurovision sýningarinnar áður en ákvörðun verður tekin.

Byggðarráð Norðurþings - 362. fundur - 12.05.2021

Á 357. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið "Óskars-herferð" um eina og hálfa milljón.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á styrkbeiðni vegna Eurovision sýningar.
Byggðarráð óskar eftir að lögð verði fram rekstraráætlun vegna Eurovision sýningarinnar áður en ákvörðun verður tekin.

Fyrra erindið hefur verið afgreitt og er síðara erindið nú til afgreiðslu og liggja umbeðin gögn fyrir.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Eurovision sýninguna um 1.500.000 krónur.