Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Norðurþings 2020
202103006
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2020 til undirritunar.
Ársreikningurinn er lagður fram til undirritunar og fer til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2.Uppbyggingarsamningur Golfklúbbs Húsavíkur
202104063
Á 359. fundi byggðarráðs var til umræðu uppbyggingarsamningur Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi og sveitarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu málsins.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra um málið.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi og sveitarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu málsins.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra um málið.
Lagt fram til kynningar.
3.Þróun innheimtu hjá Norðurþingi 2019-2020
202105020
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit frá Motus um þróun innheimtumála hjá Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
4.Afskráning gamalla kennitalna Norðurþings sem ekki eru lengur í notkun
202103156
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir gamlar kennitölur sem ekki eru lengur í notkun og óskar fjármálastjóri eftir heimild byggðarráðs til að loka þessum kennitölum.
Byggðarráð samþykkir að afskrá þessar kennitölur.
5.Tvö erindi frá Könnunarsögusafninu vegna Eurovision sýningar og Óskarsverðlauna
202103164
Á 357. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið "Óskars-herferð" um eina og hálfa milljón.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á styrkbeiðni vegna Eurovision sýningar.
Byggðarráð óskar eftir að lögð verði fram rekstraráætlun vegna Eurovision sýningarinnar áður en ákvörðun verður tekin.
Fyrra erindið hefur verið afgreitt og er síðara erindið nú til afgreiðslu og liggja umbeðin gögn fyrir.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið "Óskars-herferð" um eina og hálfa milljón.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á styrkbeiðni vegna Eurovision sýningar.
Byggðarráð óskar eftir að lögð verði fram rekstraráætlun vegna Eurovision sýningarinnar áður en ákvörðun verður tekin.
Fyrra erindið hefur verið afgreitt og er síðara erindið nú til afgreiðslu og liggja umbeðin gögn fyrir.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Eurovision sýninguna um 1.500.000 krónur.
6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - málaflokkur 13
202105058
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna framlags Norðurþings til verkefnisins Grænir iðngarðar.
Fjárhæð viðaukans er 5.000.000 og er gert ráð fyrir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.
Fjárhæð viðaukans er 5.000.000 og er gert ráð fyrir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Uppgjör rekstraraðila Heiðarbæjar - tímabilið 2018-2020
202105063
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um uppgjör rekstraraðila Heiðarbæjar vegna áranna 2018-2020.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að uppgjöri við Heiðarbæ, veitingar sf.
8.Skúlagarður-fasteignafélag ehf. - lausafjárstaða félagsins
202105006
Á 361. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir að lána Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. 2.000.000 króna til allt að sex mánaða.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að lánasamningi.
Byggðarráð samþykkir að lána Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. 2.000.000 króna til allt að sex mánaða.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að lánasamningi.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lánasamningi með áorðnum breytingum.
9.Ósk um samtal vegna hálendisþjóðgarðs - afmörkun
202105060
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Kolbeini Óttarssyni Proppé þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að skiptast á skoðunum um mögulega afmörkun hálendisþjóðgarðs.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hafa samband við bréfritara og finna tímasetningu fyrir fundinn.
10.Samstarf sveitarfélaga í stafrænni þróun
202105022
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi samstarf sveitarfélaga í starfænni þróun.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021
202105031
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:50.