Fara í efni

Uppbyggingarsamningur Golfklúbbs Húsavíkur

Málsnúmer 202104063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að eftirfarandi mál verði tekið fyrir á fundi byggðarráðs:
Á 346. fundi fundi byggðarráðs þann 26. nóvember 2020 komu fulltrúar Golfklúbbs Húsavíkur til fundar. Eftirfarandi var m.a. bókað á fundinum; „Byggðarráð óskaði eftir afstöðu klúbbsins til áframhaldandi vinnu samkvæmt uppleggi í samningi um að reisa klúbbhús norðan Þorvaldsstaðarár.
Nú liggur fyrir endurskoðuð skýr afstaða stjórnar Golfklúbbsins um að nýr golfskáli fái að rísa norðan Þorvaldsstaðarár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að uppleggi sem miði að þessari sýn og þeim kjarna sem finna má í uppbyggingarsamningi sem gerður var á sínum tíma, á næsta fundi ráðsins. Ljóst er að fara þarf ítarlegar yfir kostnaðargreiningu og taka afstöðu til hennar er varðar upphaflega hugmynd að nýrri byggingu.
Sveitarfélagið Norðurþing gerði á sínum tíma uppbyggingarsamning við klúbbinn.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi og sveitarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu málsins.

Byggðarráð Norðurþings - 362. fundur - 12.05.2021

Á 359. fundi byggðarráðs var til umræðu uppbyggingarsamningur Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi og sveitarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu málsins.

Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra um málið.
Lagt fram til kynningar.