Fara í efni

Lækkun vatnsgjalds til að mæta hækkun sorphirðugjalda

Málsnúmer 202104062

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að tekin verði umræða um lækkun vatnsgjalds og gjaldskrá sorpgjalda.

Greinargerð:
Eins og fram hefur komið þá hefur kostnaður við meðhöndlun úrgangsmála aukist gríðarlega. Ein að ráðstöfunum meirihluta Norðurþings var að lækka vantsgjald sem innheimt er með fasteignagjöldum, heildarupphæð lækkunar nam um 18 milljónum króna og lækka tekjur Orkuveitu Húsavíkur ohf sem því nemur.
Eins og fram kom í þeirri umræðu, þá er málum þannig háttað í Norðurþing að aðeins hluti íbúa nýtur þessa afsláttar. Í hinum dreifðu byggðum eru íbúar í mörgum tilfellum með eigin vatnsveitu sem hefur ekki kallað á fjárfestingar eða viðhalds af hálfu sveitarfélagsins.
Þessir aðilar njóta því ekki ávinning af framangreindri aðgerð og greiða þar af leiðandi hækkun sorpgjalda í mun meira mæli en aðrir íbúar sveitarfélagsins. Óskað er eftir aðgerðum fyrir þessa aðili með tilliti til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Á 359. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi.

Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra um málið.
Lagt fram til kynningar.