Fara í efni

Beiðni um lagfæringu á gangstétt og bekk við Sýsluskrifstofuna á Húsavík

Málsnúmer 202105033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Fyrir liggur erindi frá Sýslumanni þar sem óskað er eftir því að umhverfi sýsluskrifstofunnar á Húsavík við Útgarð 1 hljóti þá andlitslyftingu sem svæðinu ber.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að fá innsýn í skoðanir og álit íbúa Norðurþings á því umhverfi sem við höfum skapað okkur.
Framkvæmdaráætlun Norðurþings gerir ekki ráð fyrir því að ráðist verði í útlitsframkvæmdir opinna svæða í kringum Útgarð 1 sumarið 2021. Þó má að líkindum bregðast við erindinu að því marki sem ekki kallar á fjármögnun umfram það sem rekstraráætlun yfirstandandi árs heimilar og verður sú nálgun skoðuð í tengslum við málið.