Fara í efni

Öryggisaðgerðir við gatnamót Aðalbrautar og Höfðabrautar á Raufarhöfn

Málsnúmer 202105038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Fyrir liggur að ráðist verði í breytingar í tengslum við tengingu Höfðabrautar inn á Aðalbraut innan Raufarhafnar í sumar. Staðið hefur til um nokkurt skeið að gera nauðsynlegar breytingar á gatnamótunum m.t.t. umferðaröryggis, án þess þó að af því hafi orðið þar til nú.
Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að kostnaðarskiptingu aðila í tengslum við verkið, en óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirrar tillögu. Einnig þarf afstaða skipulags- og framkvæmdaráðs að liggja fyrir varðandi umfang fyrirhugaðrar framkvæmdar svo áætla megi kostnaðarhlutdeild Norðurþings í tengslum við verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir áætlun varðandi hlutdeildarkostnað Norðurþings.