Fara í efni

Skólaakstur 2021-2025 - Samningur

Málsnúmer 202106126

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 122. fundur - 05.07.2022

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Ágústu Ágústsdóttur um endurskoðun á samningi um skólaakstur á leið 2, Reistarnes - Öxarfjarðarskóli vegna breytinga á aðstæðum.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að endurskoða samninga á skólaakstri á leið 2.

Fjölskylduráð - 161. fundur - 29.08.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á samningi Ágústu Ágústsdóttur vegna stækkunar á skólabíl í kjölfar umtalsverðar fjölgunar nemenda á leiðinni og ósk hennar um að framlengingarákvæði verði virkjað.
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á aksturstaxta vegna verulegrar breytingar á forsendum við fjölgun nemenda á akstursleiðinni. Ráðið telur sig ekki hafa heimildir til að virkja framlengingarákvæði samningsins en er jákvætt fyrir því að það verði gert til samræmis við grein 1.6.2 í samningnum.