Fara í efni

Íbúafundur um tækifæri til þróunar grænna iðngarða á Bakka

Málsnúmer 202106133

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 366. fundur - 01.07.2021

Frá því í vor hefur samstarfsverkefni verið unnið um tækifæri til þróunar grænna iðngarða á Íslandi. Að verkefninu hafa komið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Íslandsstofa, Landsvirkjun og Norðurþing. Einn hluti verkefnisins hefur verið sá að máta inn mögulegar sviðsmyndir um næstu skref atvinnuuppbyggingar á forsendum ofangreindra grænna iðngarða á Bakka við Húsavík. Þriðjudaginn 6. júlí kl 16:30 á Fosshótel Húsavík er komið að íbúafundi, þar sem verkefnið verður kynnt og umræður teknar um tækifærin til frekari atvinnu- og verðmætasköpunar á grunni endurnýjanlegrar orku á forsendum hringrásarhagkerfis grænna iðngarða. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um stöðuna.
Byggðarráð hvetur íbúa til þátttöku í fundinum og að láta sig atvinnumál á svæðinu varða.