Fara í efni

Heimild sveitarstjóra til afgreiðslu á umsögnum vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga

Málsnúmer 202107016

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021

Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga sem haldnir verða á Húsavík dagana 23. - 25. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitastjóra heimild til afgreiðslu umsagna um tækifærisleyfi vegna viðburða á Mærudögum.

Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022

Fyrir byggðarráði liggur að veita starfandi sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga sem haldnir verða á Húsavík dagana 24. - 26. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita starfandi sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna um tækifærisleyfi vegna viðburða á Mærudögum sem fara svo í framhaldinu til staðfestingar ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa ásamt umsóknum um flugeldasýningu í tengslum við Mærudaga sem haldnir verða á Húsavík dagana 28.- 30. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna um tækifærisleyfi vegna viðburða og flugeldasýningar á Mærudögum sem fara svo í framhaldinu til staðfestingar ráðsins.