Fara í efni

Skrúðgarðurinn á Húsavík

Málsnúmer 202109149

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Hjálmar Bogi leggur til að svæðið suður úr Skrúðgarði upp með Skógargerðislæk að Vatnsþró við Þeistareykjaveg verðu hluti af svæði Skrúðgarðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur með umrætt svæði í huga og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur með umrætt svæði í huga og leggja fyrir ráðið að nýju.
framkvæmda- og þjónustufulltrúi í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa leggur fyrir ráðið tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur í samræmi við fyrri bókun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að afmörkun Skrúðgarðs.