Fara í efni

Erindi vegna Bala, Reykjaheiðarvegi 3, Húsavík

Málsnúmer 202110057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Arnar V. Arnarsson hjá AVA Legal, f.h. lóðarhafa, fer fram á að tvær alaskaaspir og nokkur birkitré í skrúðgarði við lóðarmörk Bala að Reykjaheiðarvegi 3 verði felld tafarlaust. Ennfremur er farið fram á að allur gróður annar en gras sem er nær lóðarmörkum við Bala en 50 cm verði fjarlægður tafarlaust. Farið er fram á að umhirða gróðurs við lóðarmörk Bala verði framvegis í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Loks er farið fram á að sveitarfélagið viðurkenni bótaskyldu vegna alls tjóns sem gróður skrúðgarðsins hefur valdið á lóð Bala og staðfesti að það muni greiða allan kostnað við að ráða úrbótum á því tjóni samkvæmt framlögðum reikningum. Umhverfisstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi kynntu sín sjónarmið vegna erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta fella umræddar tvær alaskaaspir og þær greinar birkitrjáa sem slúta yfir yfir lóðarmörk við Bala. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara öðrum þáttum erindisins til samræmis við umræður á fundinum.