Fara í efni

Ósk um aðkomu Norðurþings að bifreiðaskoðun austan Húsavíkur

Málsnúmer 202110107

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Borist hefur erindi frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs vegna aðstöðu til bifreiðaskoðunar á Kópaskeri. Óskað er eftir því að sveitarfélagið Norðurþing komi að tveggja ára tilrauna-/samstarfsverkefni Aðalskoðunar, Norðurþings og Randarinnar á Kópaskeri með fjárframlagi upp á 200.000 á hvoru ári.
Einnig hefur borist erindi frá hverfisráði Raufarhafnar þar sem tekið er undir erindi atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs og sveitarfélagið hvatt til að sækja fjárframlagið til ríkisins þar sem um lögbundna þjónustu sé að ræða.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en tekur undir áhyggjur íbúanna og felur sveitarstjóra að senda ábendingu á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um stöðu þjónustunnar á svæðinu.