Fara í efni

Aðstaða til félagsstarfs fyrir börn og ungmenni við Öxarfjörð

Málsnúmer 202201051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022

Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúi B-lista leggur til að leitað verði leiða til að finna aðstöðu fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og þá með húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Kópaskeri í huga.

Síðan 2011 hefur engin mynd verið á starfi fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og afar brýnt að leyst verði úr því hið fyrsta. Á Kópaskeri á sveitarfélagið nokkrar eignir sem skoða mætti undir slíka starfsemi og búið að er að finna áhugasaman aðila til að sinna þessu starfi. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er kveðið á um að sveitarfélög skuli starfrækja þjónustu við unglinga og m.a. standa að forvarnastarfi í málefnum þeirra sem miðar að því að beina athafnaþörf æskufólks á heillavænlegar brautir.
Til máls tóku: Hrund og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hrundar og vísar henni til úrvinnslu í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 109. fundur - 24.01.2022

Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúi B-lista leggur til að leitað verði leiða til að finna aðstöðu fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og þá með húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Kópaskeri í huga.

Á 119. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað um málið:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hrundar og vísar henni til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Þessi vinna er nú þegar hafin og felur ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið og leggja fyrir ráðið að nýju.