Fara í efni

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir heimild til framkvæmdar göngustígs

Málsnúmer 202203051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 122. fundur - 22.03.2022

Vatnajökulsþjóðgarður óskar heimildar til að gera göngustíg frá Gljúfrastofu að tjaldstæði í Ásbyrgi. Teikningar af stígnum eru unnar af Landmótun og innifela grunnmynd og kennisnið. Leigusamningur milli Golflúbbsins Gljúfra og Vatnajökulsþjóðgarðs liggur fyrir og í honum gert ráð fyrir að viðkomandi göngustígur verði lagður. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir stíg um svæðið en ný hönnun víkur nokkuð frá fyrri hugmyndum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita leyfi til gerðar göngustígsins.