Fara í efni

Starfsemi Frístundar 2022-2023

Málsnúmer 202206105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 121. fundur - 28.06.2022

Á fundi fjölskylduráðs þann 17. febrúar þar sem fjallað var um húsnæðismál Frístundar var eftirfarandi m.a. bókað:
"Ljóst er að ekki tekst að koma Frístund fyrir 1.-4. bekk Borgarhólsskóla í varanlegt húsnæði fyrir skólaárið 2022-2023. Ástæðan er að sú lausn að setja upp færanlegar einingar innan skólalóðarinnar reyndist of dýr m.v. upplegg skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings. Fjölskylduráð er samstíga þegar kemur að því að vanda vel til verka við úrlausn þess verkefnis sem nú blasir við. Í fyrsta lagi þarf að tryggja rekstur úrræðisins þannig að vel megi við una næsta vetur, þar til nýtt húsnæði verði tekið í notkun fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna strax að áætlun um hvernig útfærslu Frístundar verður háttað frá n.k. ágúst."

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fram tillögur um hvernig starfsemi Frístundar verður háttað skólaárið 2022-2023.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu skólastjóra um að nýta sama húsnæði, nýta stofur í Borgarhólsskóla og samþættingu Frístundar og íþrótta. Skilgreina þarf þá stundatöflu fyrir frístund og bæta við 3-4 starfsmönnum og einnig að nýta kennara í lítil námskeið.
Fræðslufulltrúa er falið að útbúa beiðni um viðauka vegna aukins kostnaðar við laun í frístund og leggja fyrir ráðið að nýju.