Fara í efni

Fjölskylduráð

121. fundur 28. júní 2022 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
    Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 3-6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 7-8.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 8.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202206075Vakta málsnúmer

Aldey Unnar Traustadóttir sækir um 100.000 kr. styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna Druslugöngunnar sem fyrirhugað er að halda á Húsavík þann 23. júlí.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000,- vegna Druslugöngunnar.

2.Ungt fólk og lýðræði 2022

Málsnúmer 202206067Vakta málsnúmer

Ungmennaráð UMFÍ heldur sína þrettándu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 9. - 11. september 2022 í Héraðsskólanum á Laugarvatni.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ei!

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.

Þátttökugjald er 15.000 kr á mann og UMFÍ greiðir 80% af ferðakostnaði.
Lagt fram til kynningar. Norðurþing stefnir á að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

3.Farsældarráð Norðurþings

Málsnúmer 202204042Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnir Farsældarráð Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar félagsmálastjóra greinargóða kynningu.

4.Fjárhagsstaða félagsþjónustunnar

Málsnúmer 202205115Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um félagsþjónustu Norðurþings.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að undirbúa gerð viðauka vegna fjárhagsstöðu félagsþjónustu.

5.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19

Málsnúmer 202205056Vakta málsnúmer

Til kynningar er tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá Borgin frístund sumar 2022

Málsnúmer 202206091Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldskrá Borgin frístund fyrir sumarið 2022.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Borgarinnar en óskar eftir að fá sundurliðun á vistunargjöldum og fæðiskostnaði í næstu gjaldskrá. Gjaldskránni er vísað til kynningar og samþykktar í byggðarráði.

Gjaldskráin verður birt á heimasíðu Norðurþings.



7.Systkinaafsláttur í Skólamötuneytum Norðurþings

Málsnúmer 202206104Vakta málsnúmer

Rebekka Ásgeirsdóttir leggur til fyrir hönd S-lista að skoðað verði að koma á systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings. Rebekka vill að skoðað verði að koma á systkina afslætti í skólamötuneytum Norðurþings strax þegar skólar hefjast eftir sumarleyfi haustið 2022. Systkinaafslátturinn gildi þá einnig um mötuneyti leikskóla sem og nemendur Framhaldsskólans á Húsavík upp að 18 ára aldri sem nýta sér mötuneyti Borgarhólsskóla. Miðað verði við að afslátturinn verði 25% í upphafi, og í framhaldi af því áætlun sett fram um árlega hækkun út kjörtímabilið þar til sama afslætti verði komið á og tíðkast á gjöldum fyrir leikskólavist og vistun í frístund,þ.e. 50% fyrir 2. barn og 100% fyrir 3. barn. Í dag er afsláttur veittur milli frístundar og leikskóla og finnst undirritaðri að eðlilegt sé að sami háttur verði á í mötuneytum skólanna. Þessi tillaga er ætluð sem liður í að gera sveitarfélagið fjölskylduvænna og kjarabót til fjölskyldna.

Í ljósi þessa leggur Rebekka til fyrir hönd S lista að starfsmanni fjölskylduráðs verði falið að reikna út kostnað við þessa tillögu og bera undir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að reikna út kostnað við tillöguna og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Halldór Jón fulltrúi V lista óskar bókað: Undirritaður fagnar hugmynd S listans hvað varðar systkinaafslátt í mötuneytum Norðurþings og telur það skref í rétta átt. Undirritaður ásamt öðrum fulltrúum V listans vilja þó ganga lengra. Eins og fram kom í stefnuskrá V listans í aðdraganda kosninga teljum við að máltíðir barna í leikskólum Norðurþings eigi að vera gjaldfrjálsar. Barnafjölskyldum í Norðurþingi er þannig tryggður aukinn jöfnuð og aðgengi barna að hollri og góðri fæðu á meðan á skólatíma stendur tryggt. Með því gerum við Norðurþing enn barnvænna samfélag.

8.Starfsemi Frístundar 2022-2023

Málsnúmer 202206105Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs þann 17. febrúar þar sem fjallað var um húsnæðismál Frístundar var eftirfarandi m.a. bókað:
"Ljóst er að ekki tekst að koma Frístund fyrir 1.-4. bekk Borgarhólsskóla í varanlegt húsnæði fyrir skólaárið 2022-2023. Ástæðan er að sú lausn að setja upp færanlegar einingar innan skólalóðarinnar reyndist of dýr m.v. upplegg skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings. Fjölskylduráð er samstíga þegar kemur að því að vanda vel til verka við úrlausn þess verkefnis sem nú blasir við. Í fyrsta lagi þarf að tryggja rekstur úrræðisins þannig að vel megi við una næsta vetur, þar til nýtt húsnæði verði tekið í notkun fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna strax að áætlun um hvernig útfærslu Frístundar verður háttað frá n.k. ágúst."

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fram tillögur um hvernig starfsemi Frístundar verður háttað skólaárið 2022-2023.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu skólastjóra um að nýta sama húsnæði, nýta stofur í Borgarhólsskóla og samþættingu Frístundar og íþrótta. Skilgreina þarf þá stundatöflu fyrir frístund og bæta við 3-4 starfsmönnum og einnig að nýta kennara í lítil námskeið.
Fræðslufulltrúa er falið að útbúa beiðni um viðauka vegna aukins kostnaðar við laun í frístund og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 11:10.