Fara í efni

Systkinaafsláttur í Skólamötuneytum Norðurþings

Málsnúmer 202206104

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 121. fundur - 28.06.2022

Rebekka Ásgeirsdóttir leggur til fyrir hönd S-lista að skoðað verði að koma á systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings. Rebekka vill að skoðað verði að koma á systkina afslætti í skólamötuneytum Norðurþings strax þegar skólar hefjast eftir sumarleyfi haustið 2022. Systkinaafslátturinn gildi þá einnig um mötuneyti leikskóla sem og nemendur Framhaldsskólans á Húsavík upp að 18 ára aldri sem nýta sér mötuneyti Borgarhólsskóla. Miðað verði við að afslátturinn verði 25% í upphafi, og í framhaldi af því áætlun sett fram um árlega hækkun út kjörtímabilið þar til sama afslætti verði komið á og tíðkast á gjöldum fyrir leikskólavist og vistun í frístund,þ.e. 50% fyrir 2. barn og 100% fyrir 3. barn. Í dag er afsláttur veittur milli frístundar og leikskóla og finnst undirritaðri að eðlilegt sé að sami háttur verði á í mötuneytum skólanna. Þessi tillaga er ætluð sem liður í að gera sveitarfélagið fjölskylduvænna og kjarabót til fjölskyldna.

Í ljósi þessa leggur Rebekka til fyrir hönd S lista að starfsmanni fjölskylduráðs verði falið að reikna út kostnað við þessa tillögu og bera undir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að reikna út kostnað við tillöguna og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Halldór Jón fulltrúi V lista óskar bókað: Undirritaður fagnar hugmynd S listans hvað varðar systkinaafslátt í mötuneytum Norðurþings og telur það skref í rétta átt. Undirritaður ásamt öðrum fulltrúum V listans vilja þó ganga lengra. Eins og fram kom í stefnuskrá V listans í aðdraganda kosninga teljum við að máltíðir barna í leikskólum Norðurþings eigi að vera gjaldfrjálsar. Barnafjölskyldum í Norðurþingi er þannig tryggður aukinn jöfnuð og aðgengi barna að hollri og góðri fæðu á meðan á skólatíma stendur tryggt. Með því gerum við Norðurþing enn barnvænna samfélag.

Fjölskylduráð - 122. fundur - 05.07.2022

Fræðslufulltrúi leggur fyrir ráðið útreikninga á kostnaði vegna systkinaafsláttar í skólamötuneytum Norðurþings.
Gera má ráð fyrir að tekjur skerðist um tæpar 4 milljónir ef systkinaafsláttur verði 25% en um tæpar 10 milljónir verði systkinaafsláttur 50% fyrir annað systkini og 100% fyrir þriðja systkini eða fleiri.
Fjölskylduráð vísar tillögu Rebekku um systkinaafslátt til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.