Fara í efni

Umsóknir um stuðning til náms í menntavísindum

Málsnúmer 202206119

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 122. fundur - 05.07.2022

Í fyrstu grein reglna Norðurþings um stuðning til fjarnáms í menntavísindum segir: Starfandi leiðbeinendur við leik- og grunnskóla Norðurþings sem hyggjast stunda fjarnám í
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.

Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Borgarhólsskóla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir um stuðning til fjarnáms.