Fara í efni

Starfshópur vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings

Málsnúmer 202211095

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 140. fundur - 22.11.2022

Ákveðið hefur verið að skipa þriggja manna starfshóp vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.

Horft er til þess að vinnuhópurinn fundi allt um 10 sinnum á komandi ári. Skipulagsfulltrúi kynnti kostnaðarmat vegna vinnuhópsins og gerð hefur verið tillaga að auknum fjárveitingum til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna vinnunnar í fjárhagsáætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð skipar eftirtalda einstaklinga í starfshópinn: Eystein Heiðar Kristjánsson, Kristinn Jóhann Lund og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 221. fundur - 01.07.2025

Beiðni Eysteins Heiðars Kristjánsonar um lausn frá störfum í sveitarstjórn og öðrum ráðum Norðurþings var samþykkt á 154. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að skipa í starfshóp vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings í stað Eysteins.
Skipulags- og framkvæmdaráð skipar Hjálmar Boga Hafliðason í starfshóp vegna vinnu við aðalskipulag Norðurþings í stað Eysteins Heiðars Kristjánssonar.