Fara í efni

Grenndarkynning fyrir Stóragarð 15

Málsnúmer 202308016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023

Lóðarhafi að Stóragarði 15 óskar eftir umfjöllun um hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni. Tillagan felur í sér að byggðar verði fjórar smáíbúðir á tveimur hæðum 1 m frá norðurmörkum lóðar. Ennfremur miðar tillaga að því að bæta við sjö bílastæðum utan lóðar þar sem nú eru graseyjar, sunnan og austan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að grenndarkynna fyrirhugaða uppbyggingu að undanskyldum bílastæðum við Miðgarð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 170. fundur - 10.10.2023

Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni að Stóragarði 15.Athugasemdir bárust frá eiganda Stóragarðs 13 sem leggst gegn fyrirhugaðri uppbyggingu. Athugasemdir eru í grófum dráttum eftirfarandi: 1. Lóðarmörk eru ekki rétt teiknuð á afstöðumynd þannig að fyrirhuguð uppbygging lendir að hluta inni á lóð Stóragarðs 13. 2. Húsið er teiknað mjög hátt sem myndi hafa mikil áhrif á nýtingu svæðisins og skerðingu útsýnis frá lóð nágranna. 3. Byggingarreitur er of stór og þyrfti að taka afstöðu til nýtingarhlutfalls. 4. Almennt eru byggingarreitir í nýlegum deiliskipulögum á Húsavík settir í amk 3 m fjarlægð frá lóðarmörkum og ekki ætti að víkja frá þeirri vinnureglu á lóðinni að Stóragarði 15. 5. Ruslaskýli er teiknað óheppilega nærri lóðinni að Stóragarði 13., 6. Huga þarf sérstaklega að brunavörnum vegna hönnunar nýrra mannvirkja á lóðinni. 7. Ekki verði hægt að uppfylla bílastæðaþörf fyrir alla gesti. 8. Lóðarhafi Stóragarðs 13 telur að fyrirhuguð uppbygging myndi rýra verðmæti sinnar eignar í ljósi fjölgunar eininga til útleigu ferðamanna í grenndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur athugasemdir nágranna það umfangsmiklar að ekki sé réttlætanlegt að heimila fyrirhugaða uppbyggingu á svæði sem ekki hefur verið deiliskipulagt. Ráðið hafnar því ósk um uppbyggingu til samræmis við framlögð gögn.