Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

170. fundur 10. október 2023 kl. 13:00 - 15:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir fundarliðum 1 og 2.

1.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri kynnti fyrirliggjandi fjárhagsramma frá byggðaráði vegna fjárhagsáætlunar 2024
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Bergþóri Bjarnasyni fjármálastjóra fyrir komuna á fundinn.

2.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti drög að framkvæmdaáætlun fyrir 2024.
Drögin voru tekin til umfjöllunar og uppfærð á fundinum.

3.Römpum upp Ísland - opinberar byggingar

Málsnúmer 202310019Vakta málsnúmer

Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri kynnir erindi frá Römpum upp Íslands þar sem opinberum aðilum er boðin þátttaka í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að sækja um í verkefnið innan tilskilins umsóknarfrests.

4.Beiðni um umsögn vegna breytingu á grunnvatnstöku á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit

Málsnúmer 202310017Vakta málsnúmer

Landsvirkjun á og rekur Þeistareykjastöð á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit sem er jarðvarmavirkjun með 90 MWe að uppsettu afli. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir allt að 200 MWe jarðhitavirkjun lauk árið 2010 þar sem gert er ráð fyrir vinnslu grunnvatns sem nemur 100 L/s. Landsvirkjun telur, í ljósi reynslunnar af rekstri núverandi Þeistareykjastöðvar og vinnu við undirbúning fyrir stækkun hennar í 200 MWe, að þörf sé á aukinni vatnsöflun umfram það sem umhverfismat framkvæmdarinnar gerði ráð fyrir eða allt að 300 L/s. Fyrir liggur fyrirspurn framkvæmdaaðila um matsskyldu.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tekur undir sjónarmið framkvæmdaaðila um að umhverfisáhrif aukningar grunnvatnstöku í allt að 300 l/s verði ekki umtalsverð og að framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

5.Grenndarkynning fyrir Stóragarð 15

Málsnúmer 202308016Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni að Stóragarði 15.Athugasemdir bárust frá eiganda Stóragarðs 13 sem leggst gegn fyrirhugaðri uppbyggingu. Athugasemdir eru í grófum dráttum eftirfarandi: 1. Lóðarmörk eru ekki rétt teiknuð á afstöðumynd þannig að fyrirhuguð uppbygging lendir að hluta inni á lóð Stóragarðs 13. 2. Húsið er teiknað mjög hátt sem myndi hafa mikil áhrif á nýtingu svæðisins og skerðingu útsýnis frá lóð nágranna. 3. Byggingarreitur er of stór og þyrfti að taka afstöðu til nýtingarhlutfalls. 4. Almennt eru byggingarreitir í nýlegum deiliskipulögum á Húsavík settir í amk 3 m fjarlægð frá lóðarmörkum og ekki ætti að víkja frá þeirri vinnureglu á lóðinni að Stóragarði 15. 5. Ruslaskýli er teiknað óheppilega nærri lóðinni að Stóragarði 13., 6. Huga þarf sérstaklega að brunavörnum vegna hönnunar nýrra mannvirkja á lóðinni. 7. Ekki verði hægt að uppfylla bílastæðaþörf fyrir alla gesti. 8. Lóðarhafi Stóragarðs 13 telur að fyrirhuguð uppbygging myndi rýra verðmæti sinnar eignar í ljósi fjölgunar eininga til útleigu ferðamanna í grenndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur athugasemdir nágranna það umfangsmiklar að ekki sé réttlætanlegt að heimila fyrirhugaða uppbyggingu á svæði sem ekki hefur verið deiliskipulagt. Ráðið hafnar því ósk um uppbyggingu til samræmis við framlögð gögn.

6.Hvítbók um skipulagsmál til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202310020Vakta málsnúmer

Á samráðsgátt stjórnvalda eru nú til kynningar hvítbók (drög að stefnu) ásamt umhverfismatsskýrslu. Tekið er við athugasemdum í samráðsgáttinni til 31. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 202309131Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf Stjórnarráðs Íslands, dags. 26. september s.l. þar sem sveitarfélög eru minnt á hlutverk sitt gagnvart orkuskiptum í samgöngum á landi. M.a. er minnt á að staðarval fyrir lóðir undir hraðhleðslustöðvar fyrir smáa og stóra bíla er mikilvægt skipulagsmál. Á 443. fundi byggðarráðs 5.10.23, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði þar sem vinna við aðalskipulag er í gangi.
Bréf lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 og 5 undir þurrkstöð

Málsnúmer 202308050Vakta málsnúmer

GG2023 ehf óska eftir tímabundinni aðstöðu til uppsetningar og reksturs færanlegrar kornþurrkstöðvar í nágrenni við Orkustöðina á Húsavík. Umsækjandi telur lóðina að Hrísmóum 3 heppilega, en tilgreinir að aðrar lóðir á svæðinu komi einnig til greina. Félagið óskar afnota af lóðinni til næstu fimm ára. Meðfylgjandi umsókn eru kynningargögn um sambærilega þurrkstöð. Horft er til þess að þurrka um 1.000 tonn af korni síðsumars 2024 og að afköst verði um tvöfalt meiri sumarið 2025.
Ósk um formlega lóðarúthlutun lóðanna að Hrísmóum 3 og 5 til sama félags var til umfjöllunar á fundi ráðsins þann 19. september s.l. en ráðið féllst þá ekki á að úthluta byggingarlóðunum varanlega.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að eiga frekari viðræður við forsvarsmenn GG2023 ehf. um afnot af lóðinni að Hrísmóum 3.

Fundi slitið - kl. 15:20.