Fara í efni

Tillaga vegna viðhalds á félagsaðstöðu í Íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202308052

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 161. fundur - 29.08.2023

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir fulltrúar B lista, óska eftir því að félagsaðstaðan í Íþróttahöllinni verði lagfærð og afhent Völsungi aftur til notkunar.
Undirritaðar leggja fram eftirfarandi tillögu:

Frá haustdögum árið 2017 hefur sá hluti húsnæðis íþróttahallarinnar sem hefur verið hugsaður fyrir félagsaðstöðu og kaffiaðstöðu í tengslum við íþróttastarfsemi og viðburði í íþróttahöllinni verið nýttur undir frístundastarfsemi. Vegna fjölgunar notenda frístundar 1.-4. bekkjar hefur verið fundinn staður í húsnæði Borgarhólsskóla á meðan unnið verður að því að byggja nýtt húsnæði fyrir frístundastarfsemi. Húsnæðið er þar af leiðandi ekki í neinni notkun á vegum sveitarfélagsins um þessar mundir og ekki fyrirséð að sveitarfélagið hafi sérstök not af því í framtíðinni fyrir starfsemi á sínum vegum. Undirritaðar leggja því til við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í viðhald á rýminu, s.s. málningu, gólfefni og hljóðvist. Það er ósk okkar að viðhaldinu verði hraðað eins og hægt er. Að viðhaldsvinnu lokinni leggjum við til að Íþróttafélaginu Völsungi verði afhent rýmið til afnota að nýju, sem hluta af félagsaðstöðu sinni, með þeim kvöðum að rýmið verði hægt að nota í tengslum við viðburði sem fram fara í íþróttahöllinni og eru ótengdir félaginu s.s. í tengslum við 1. maí, 17. júní, tónleika eða annað slíkt sem ekki fellur undir hefðbundið íþróttastarf og viðburði því tengdu.

Helena Eydís Ingólfsdóttir - fulltrúi D lista
Hanna Jóna Stefánsdóttir - fulltrúi B lista
Bylgja Steingrímsdóttir - fulltrúi B lista

Tillagan er samþykkt samhljóða og henni verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 166. fundur - 05.09.2023

Á 161. fundi fjölskylduráðs 29.08.2023 var eftirfarandi bókað: Undirritaðar leggja fram eftirfarandi tillögu:

Frá haustdögum árið 2017 hefur sá hluti húsnæðis íþróttahallarinnar sem hefur verið hugsaður fyrir félagsaðstöðu og kaffiaðstöðu í tengslum við íþróttastarfsemi og viðburði í íþróttahöllinni verið nýttur undir frístundastarfsemi. Vegna fjölgunar notenda frístundar 1.-4. bekkjar hefur verið fundinn staður í húsnæði Borgarhólsskóla á meðan unnið verður að því að byggja nýtt húsnæði fyrir frístundastarfsemi. Húsnæðið er þar af leiðandi ekki í neinni notkun á vegum sveitarfélagsins um þessar mundir og ekki fyrirséð að sveitarfélagið hafi sérstök not af því í framtíðinni fyrir starfsemi á sínum vegum. Undirritaðar leggja því til við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í viðhald á rýminu, s.s. málningu, gólfefni og hljóðvist. Það er ósk okkar að viðhaldinu verði hraðað eins og hægt er. Að viðhaldsvinnu lokinni leggjum við til að Íþróttafélaginu Völsungi verði afhent rýmið til afnota að nýju, sem hluta af félagsaðstöðu sinni, með þeim kvöðum að rýmið verði hægt að nota í tengslum við viðburði sem fram fara í íþróttahöllinni og eru ótengdir félaginu s.s. í tengslum við 1. maí, 17. júní, tónleika eða annað slíkt sem ekki fellur undir hefðbundið íþróttastarf og viðburði því tengdu.

Helena Eydís Ingólfsdóttir - fulltrúi D lista
Hanna Jóna Stefánsdóttir - fulltrúi B lista
Bylgja Steingrímsdóttir - fulltrúi B lista

Tillagan er samþykkt samhljóða og henni verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gera nauðsynlegar úrbætur í haust til að hægt sé að nýta rýmið að nýju.