Fara í efni

Fjarvinnslurými á Raufarhöfn

Málsnúmer 202309010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 440. fundur - 07.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá verkefnisstjóra atvinnu og samfélagsþróunar á Raufarhöfn vegna hugmynda um bætta aðstöðu í Aðalbraut 23, m.a. fyrir fjarvinnsluverkefni.

Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á hugmyndum um bætta aðstöðu að Aðalbraut 23 á Raufarhöfn. Ráðið felur sveitarstjóra að fá kostnaðarmat á verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.