Fara í efni

Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá HMS þar sem minnt er á endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana sveitarfélaga.

Húsnæðisáætlanir eru gerðar til 10 ára í senn en koma til endurskoðunar ár hvert og skulu staðfestar af viðkomandi sveitarstjórn. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 20. janúar nk. og að niðurstöður verði síðan kynntar á opnum fundi HMS 24. janúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 452. fundur - 04.01.2024

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um stöðu vinnu við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, kemur á fund byggðarráðs og fer yfir áætlunina eins og hún lítur út núna.
Byggðarráð þakkar Katli Gauta fyrir komuna á fundinn.

Ráðið mun taka áætlunina til lokaafgreiðslu á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 453. fundur - 11.01.2024

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024 og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Á 453. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024 og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun.