Fara í efni

Ósk um breytingar á íþróttahúsinu í Lundi vegna líkamsræktaraðstöðu

Málsnúmer 202310099

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 166. fundur - 31.10.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Þingeyingi þar sem óskað er eftir leyfi og samstarfi við Norðurþing um að breyta gamla/litla salnum í Lundi í góða líkamsræktaraðstöðu fyrir iðkendur félagsins og að iðkendur hafi aðgang að klefum og stóra sal þegar hann er laus.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023

Fyrir liggur beiðni frá Íþróttafélaginu Þingeyingi sem óskar eftir leyfi og samstarfi við Norðurþing um að fá að breyta gamla salnum/litla salnum í íþróttahúsinu í Lundi í góða líkamsræktaraðstöðu fyrir iðkendur félagsins og að iðkendur félagsins hafi aðgang að klefum og stóra sal þegar hann er laus.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leggja fyrir ráðið kostnaðaráætlun vegna umbeðinnar framkvæmdar. Einnig felur ráðið sviðsstjóra að ræða við hlutaðeigandi hagsmunaaðila vegna nýtingar hússins.