Fara í efni

Fjölskylduráð

166. fundur 31. október 2023 kl. 08:30 - 10:47 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-7 og lið 9.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-5 og liðum 7 og 8.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, sat fundinn undir lið 6.
Berglind Jóna Þorláksdóttir, stjórnsýslustjóri, sat fundinn undir lið 7.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-5.

1.Ósk um breytingar á íþróttahúsinu í Lundi vegna líkamsræktaraðstöðu

Málsnúmer 202310099Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Þingeyingi þar sem óskað er eftir leyfi og samstarfi við Norðurþing um að breyta gamla/litla salnum í Lundi í góða líkamsræktaraðstöðu fyrir iðkendur félagsins og að iðkendur hafi aðgang að klefum og stóra sal þegar hann er laus.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

2.Húsaleigusamningur Naust

Málsnúmer 202012094Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að uppfærðum leigusamningi við eigendur húsnæðisins Naust þar sem gildistími eldri samnings er til 1.11.2023. Húsnæðið hefur hýst starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tún.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

3.Framkvæmd og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði

Málsnúmer 202310115Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfærð framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

4.Þorrablót á Húsavík 2024

Málsnúmer 202310118Vakta málsnúmer

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir afnotum á íþróttahöllinni á Húsavík til að halda þorrablót laugardaginn 20. janúar 2024, án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir erindið.

5.Ungmennaráð 2023-2024

Málsnúmer 202310120Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur að endurskoða erindisbréf ungmennaráðs sveitarfélagsins
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi ungmennaráðs með áorðnum breytingum.

6.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Endanlegar tillögur spretthóps um bættar starfsaðstæður á leikskólanum Grænuvöllum liggja nú fyrir til umfjöllunar. Leikskólastjóri fer einnig yfir núverandi stöðu, mönnunarvanda og áhrif hans.
Fjölskylduráð samþykkir að vinna fjárhagsáætlun fræðslusviðs miðað við að tillögur 2, 4 og 7 verði innleiddar í upphafi næsta árs.

Samkvæmt upplýsingum frá leikskólastjóra verður ekki hægt að taka inn börn í aðlögun í nóvember eins og áformað hafði verið vegna mönnunarvanda. Gert er ráð fyrir að næsta aðlögun verði í janúar verði mönnun fullnægjandi.

Fræðslufulltrúa er falið að auglýsa áfram eftir starfsfólki á leikskólann Grænuvelli í samráði við leikskólastjóra.

7.Tillaga vegna gjaldskráa fjölskyldusvið

Málsnúmer 202310077Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að útfærslu tekjutengdrar gjaldskrár.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að útfærslu tekjutengdra gjaldskráa fyrir leikskóla og Frístund 1.-4. bekkjar og felur fræðslufulltrúa að vinna gjaldskrár í samræmi við tillöguna.

8.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð. Um er að ræða breytingar á dagsetningu vegna lágmarkslauna Framsýnar í 6. neðanmálsgrein.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og fumvörp 2023

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:47.