Fara í efni

Ósk um leyfi fyrir frískáp við Tún

Málsnúmer 202310117

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 172. fundur - 31.10.2023

Anna Soffía Halldórsdóttir óskar eftir leyfi til til að setja upp kæliskáp, svokallaðan frískáp, á lóð Túns á Húsavík. Hún sýnir á ljósmyndum hvar hún telur heppilegast að setja upp skápinn en er opin fyrir öðrum staðsetningum. Ætlunin er að skápurinn verði nýttur til að deila mat á Húsavík. Anna Soffía hyggst sjá um ísskápinn fyrst um sinn en hefur væntingar um að fá fleiri í lið með sér.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að settur verði "frískápur" á lóð Túns. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að ganga frá samningi þar að lútandi.