Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

172. fundur 31. október 2023 kl. 13:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir 4. og 5. lið.

1.Umsókn um stofnun lóðar fyrir Fundahús í landi Voga

Málsnúmer 202310122Vakta málsnúmer

Þórarinn Þórarinsson óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir Fundahúsið við Voga í Kelduhverfi. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað 1.200 m² lóðar. Þessar er óskað að lóðin fái heitið Fundahús - Vogar. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeiganda jarðarinnar og eiganda nágranna jarðar í Grásíðu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Fundahús - Vogar.

2.Beiðni um að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftlagsstefnu Norðurþings

Málsnúmer 202310119Vakta málsnúmer

Jan Aksel Harder Klitgaard óskar eftir að fá að vera viðstaddur sem rannsakandi á vinnufundi vegna gerðar umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings. Jan er að vinna doktorsrannsókn í mannfræði við Háskóla Íslands. Viðfangsefni hans snýst um að lýsa og skilja skynjun og upplifun fólks á Húsavík af náttúru Íslands og þeim umhverfisbreytingum sem orðið hafa undanfarna áratugi við Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fá Jan Aksel á næsta fund ráðsins til upplýsinga um rannsóknina sem hann vinnur að sem doktorsverkefni.

3.Ósk um leyfi fyrir frískáp við Tún

Málsnúmer 202310117Vakta málsnúmer

Anna Soffía Halldórsdóttir óskar eftir leyfi til til að setja upp kæliskáp, svokallaðan frískáp, á lóð Túns á Húsavík. Hún sýnir á ljósmyndum hvar hún telur heppilegast að setja upp skápinn en er opin fyrir öðrum staðsetningum. Ætlunin er að skápurinn verði nýttur til að deila mat á Húsavík. Anna Soffía hyggst sjá um ísskápinn fyrst um sinn en hefur væntingar um að fá fleiri í lið með sér.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að settur verði "frískápur" á lóð Túns. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að ganga frá samningi þar að lútandi.

4.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur uppfærð framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
Lagt fram til kynningar. Framkvæmdaáætlun verður aftur á dagskrá á næsta fundi ráðsins.

5.Framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir gönguskíðasvæði á Reykjaheiði

Málsnúmer 202310115Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir gönguskíðasvæði á Reykjaheiði sem tekin var fyrir á 166. fundi fjölskylduráðs. Einnig liggur fyrir fundinum rissmynd af upplýstri gönguskíðabraut. Fyrirliggjandi gögn eru frá skíðagöngudeild Völsungs.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimiliar jöfnun gönguskíðabrautar og uppsetningu ljósamastra á svæðinu samkvæmt meðfylgjandi rissmynd.

Fundi slitið - kl. 14:00.