Fara í efni

Fjárfestingar og viðhald eigna sem falla undir fjölskylduráð

Málsnúmer 202312045

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 172. fundur - 12.12.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur samantekt á fjárfestingum og viðhaldi eigna sem falla undir fjölskylduráð.
Fjölskylduráð vinnur að minnisblaði um fjárfestingar og viðhald á eignum sem falla undir ráðið. Vinnunni verður fram haldið á nýju ári.

Fjölskylduráð - 173. fundur - 09.01.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárfestinga- og viðhaldsþörf tengda eignum sem nýttar eru vegna starfsemi sem fellur undir ráðið.
Fjölskylduráð mun halda áfram vinnu við viðhaldslista á næsta fundi sínum.

Fjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárfestinga- og viðhaldsþörf tengda eignum sem nýttar eru vegna starfsemi sem fellur undir ráðið.
Fjölskylduráð óskar eftir við skipulags- og framkvæmdaráð að gangi viðhalds- og fjárfestingaáætlun ráðsins ekki eftir verði horft til eftirfarandi verkefna og kannað hvort svigrúm er til að hrinda þeim í framkvæmd:

Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024

Á 174. fundi fjölskylduráðs 23.01.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir við skipulags- og framkvæmdaráð að gangi viðhalds- og fjárfestingaáætlun ráðsins ekki eftir verði horft til eftirfarandi verkefna og kannað hvort svigrúm er til að hrinda þeim í framkvæmd:

Lekamál - Borgarhólsskóli, Raufarhafnarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grænuvellir.
Hljóðvist - Borgarhólssskóli, Grænuvellir, Öxarfjarðarskóli, Sundlaug Raufarhafnar.
Íþróttahöll á Húsavík - Stúka, gólf og tilheyrandi.
Salur Borgarhólsskóla - Endurhönnun og endurbygging.
Borgarhólsskóli - Anddyri að austan.
Öxarfjarðarskóli - Aðgengi fyrir fólk og vörur og snjógildrur við inngang leikskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fjölskylduráði fyrir greinargóða samantekt á viðhalds- og fjárfestingarþörf eigna í sveitarfélaginu.