Fara í efni

Fjölskylduráð

172. fundur 12. desember 2023 kl. 08:30 - 10:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1, 2 og 4.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 3 og 4.

1.Samstarfssamningur á milli Norðurþings og Þingeyings

Málsnúmer 202305086Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Þingeyingur óskar eftir samstarfs og styrktarsamningi við félagið. Markmið félagsins eru að halda úti íþróttastarfi fyrir ungmenni og íbúa á starfssvæði félagsins í Kelduhverfi, Öxarfirði og Kópaskeri.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

2.Hreystiþjálfun - Metabolic búnaður

Málsnúmer 202311111Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu stendur til að boða að kaupa búnað í eigu Hreystiþjálfunar ehf. sem hefur verið staðsett í íþróttahöllinni á Húsavík síðustu ár.
Fjölskylduráð samþykkir að kaupa hluta af búnaði skv. framlögðum lista. Búnaðurinn verður í eigu Íþróttahallarinnar á Húsavík og til afnota þar tengt starfsemi í Íþróttahöllinni.

3.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2023

Málsnúmer 202312033Vakta málsnúmer

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir meðal nemenda í 4.-10. bekk fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.70/2007. Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um upplifun barna og ungmenna af ýmsum þáttum sem tengjast eigin velferð. Niðurstöður á hverjum tíma skapa aðstæður til að bregðast við með snemmbæru inngripi og stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra eins og kveðið er á um í löggjöf um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.Niðurstöðuskýrsla úr könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2023 í grunnskólum Norðurþings er nú lögð fram til kynningar í fjölskylduráði Norðurþings.
Fjölskylduráð óskar eftir að fá kynningu frá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands á niðurstöðum rannsóknarinnar á fyrstu vikum nýs árs.
Fylgiskjöl:

4.Fjárfestingar og viðhald eigna sem falla undir fjölskylduráð

Málsnúmer 202312045Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur samantekt á fjárfestingum og viðhaldi eigna sem falla undir fjölskylduráð.
Fjölskylduráð vinnur að minnisblaði um fjárfestingar og viðhald á eignum sem falla undir ráðið. Vinnunni verður fram haldið á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 10:40.