Fara í efni

Ósk um samstarfssamning við Aflið

Málsnúmer 202312070

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fjölskylduráð fjallar um erindi Aflsins þar sem óskað er eftir samstarfssamning við sveitarfélagið vegna starfsemi Aflsins í Norðurþingi.
Ráðið er jákvætt fyrir því að gera samstarfssamning við Aflið.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að eiga samtal við Aflið og þau sveitarfélög sem Norðurþing þjónustar um félagsþjónustu um sameiginlegan samstarfssamning sveitarfélaganna við Aflið.

Fjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi Aflsins þar sem óskað er eftir samstarfssamning við sveitarfélagið vegna starfsemi Aflsins í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að gera samstarfssamning við Aflið og felur félagsmálastjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.